Menu
Kjúklingaréttur með Bónda Brie, brokkólí og vínberjum

Kjúklingaréttur með Bónda Brie, brokkólí og vínberjum

Staðgóður kvöldmatur. Fullur af góðum mjólkurvörum og ostarnir svíkja ekki. Rétturinn er líka góður í afganga daginn eftir og þá skorinn aðeins niður og hitaður í ofni eða á pönnu. Einfaldur og tekur um hálftíma í undirbúningi.

Ekkert mál að snúa uppskriftinni yfir á góðan fisk og nota þá fyllinguna ofan á væna fiskbita. Það er allt leyfilegt!

Góður með ofnbökuðum kartöflum, kartöflustöppu, hrísgrjónum og ýmsu öðru.

Innihald

6 skammtar

Kjúklingur:

kjúklingabringur
salt og pipar
paprikuduft
blandað jurtakrydd, t.d. herbes de provence
góð ólífuolía

Fylling:

brokkólíhnoðrar (6-8)
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
salt og pipar
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn

Sósa:

rjómi frá Gott í matinn
kjúklingasoð
blauðlaukur, skorinn fínt
capers (magn eftir smekk)
Bónda Brie, skorinn í bita
vínber, skorin í tvennt
salt og pipar
smjör

Kjúklingur:

  • Skerið kjúklingabringurnar í fiðrildi, inn í þær svo þær opnist og fyllingin komist þar fyrir.
  • Setjið í matvinnslupoka eða í stóra skál, öll krydd og olía yfir og blandið vel.
  • Hitið pönnu eða pott á meðalhita með smá olíu.
  • Brúnið kjúklinginn á báðum hliðum án þess að elda hann í gegn. Einungis til að ná gylltri áferð.
  • Kælið.

Fylling:

  • Skerið eða rífið brokkolíhnoðra aðeins niður.
  • Hrærið allt hráefnið saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  • Smyrjið þykku lagi af fyllingu á annan helming kjúklingsins og lokið honum. Það er gott að stinga tannstöngli í bringuna til að halda henni lokaðri.
  • Setjið fylltar bringurnar í gott ofnfast mót með háum brúnum.

Sósa:

  • Hitið smjörklípu á pönnu á meðalhita. Mýkið blaðlauk, setjið capers saman við.
  • Hellið soði yfir, þá rjóma og látið milda suðu koma upp.
  • Látið ostinn saman við og leyfið honum að bráðna.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Hellið sósunni í fatið með kjúklingnum. Látið eina smjörklípu ofan á hverja kjúklingabringu.
  • Stingið fatinu í 180 gráðu heitan ofn. Eldið í 20-30 mínútur, ath. að eldunartími fer allt eftir stærð og þykkt á bringum.
  • Takið þá úr ofninum og stráið vínberjum yfir allt.
  • Berið fram.
Sósa:

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir