Menu
Kjúklingasalat með grískri jógúrtdressingu

Kjúklingasalat með grískri jógúrtdressingu

Þetta kjúklingasalat er ekki bara djúsí heldur líka rosalega ferskt og gott en það eru lime safinn og vínberin sem gera það svona ferskt. Salatið er borið fram kalt og því upplagt að græja að kvöldi og nota í nesti daginn eftir. Uppskriftin dugar fyrir 2-3.

Innihald

1 skammtar
bolli vínber skorin í tvennt
púrrulaukur smátt skorinn
lime
poki blandað salat
kjúklingabringur - eldaðar og kældar
rauð paprika
Pekanhnetur eftir smekk
Salt eftir smekk
grísk jógúrt frá Gott í matin
Dala fetaostur (reyna að taka aðeins af olíunni af)

Skref1

  • Öllu nema blönduðu salatinu er hrært saman í skál.
  • Ef þið ætlið að bera salatið fram seinna eða taka með í nesti þá væri sniðugt að láta þessa blöndu í box og hafa blandaða salatið sér þangað til salatið er borið fram.
  • Salatið er síðan borið fram og hægt að bæta við pekan hnetum á toppinn til að gera það extra lekkert.
  • Salatið er kalt og því þarf ekki að bera það strax fram, það er til dæmis hægt að útbúa það yfir daginn ef það á að hafa það í kvöldmat, eða útbúa það um kvöldið ef þið ætlið að hafa það i hádeginu eða taka það með í nesti í vinnuna.
Skref 1

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir