Menu
Kjúklingasalat með smjörsteiktum brauðteningum og salatosti

Kjúklingasalat með smjörsteiktum brauðteningum og salatosti

Ferskt, hollt og gott!

Innihald

4 skammtar

Marinering og sósa:

hunang
dijon sinnep
ólífuolía
chilimauk (2-3 tsk. Sambal oelek) eða 1 rauður hakkaður chili
sjávarsalt
safi úr einni límónu
kjúklingabringur

Brauðteningar:

vænar sneiðar súrdeigsbrauð
smjör
ólífuolía
salt og pipar

Salat:

poki salatblanda eða annað salat eftir smekk
mangó
lárpera
kirsuberjatómatar eftir smekk
heill ostakubbur frá Gott í matinn, skorinn í teninga eða ein krukka Dala salatostur í olíu

Skref1

  • Pískið saman öllu sem fer í marineringuna.
  • Leggið kjúklingabringurnar á disk, takið fjórar matskeiðar af sósunni og hellið yfir bringurnar.
  • Látið marinerast í ísskáp í 2 klst. eða á borði í 30 mínútur.
  • Geymið restina af sósunni til að hella yfir salatið.

Skref2

  • Rífið brauðið í litla teninga.
  • Bræðið smjörið á pönnu og hitið ásamt ólífuolíunni.
  • Steikið brauðteningana þar til stökkir og kryddið með salti og pipar.
  • Færið yfir á disk með eldhúspappír og látið bíða.

Skref3

  • Steikið eða grillið kjúklingabringurnar þar til eldaðar í gegn.
  • Skerið allt sem á að fara í salatið niður og leggið á stórt fat.
  • Sneiðið að lokum kjúklinginn í þunnar sneiðar, dreifið brauðteningunum yfir ásamt fetaosti og hellið sósu eftir smekk yfir allt saman.
  • Berið fram strax.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir