Skref1
- Grillið kjúklingabringurnar þar til kjúklingurinn er orðinn full eldaður. Skerið þær niður í smáa bita. Einnig er gott að klippa kjúklinginn niður.
- Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið beikoninu á plötuna, stillið ofninn á 200°C og eldið þar til beikonið er orðið vel stökkt.
- Klippið beikonið eða brjótið það niður í smáa bita og blandið saman við kjúklinginn.
- Blandið saman sýrðum rjóma, majonesi og sinnepi og hrærið vel saman.
- Ef ykkur finnst salatið þurfa að vera blautara í sér er gott að bæta við majonesi.
- Kryddið með aromati, gott er að smakka salatið til.
- Skerið niður graslauk og setjið ofan á salatið.
- Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir