Menu
Kjúklingur í hvítvíns rjómasósu

Kjúklingur í hvítvíns rjómasósu

Frábær kjúklingaréttur með rjóma, sveppum, blaðlauk og spínati

Gott að bera fram með kartöflumús eða hrísgrjónum. 

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
smjör
salt og pipar
sveppir, skornir í sneiðar
blaðlaukur, þunnt skorinn
hvítvín
rjómi
kjúklingakraftur eða 1 teningur
ferskt spínat, eða 2-3

Skref1

  • Kljúfið kjúklingabringurnar eftir endilöngu þannig að þið fáið tvo fremur þunna bita úr hverri bringu.
  • Kryddið með salti og pipar.

Skref2

  • Bræðið smjör á pönnu og brúnið kjúklingabringurnar vel á báðum hliðum.
  • Takið af pönnunni og geymið á diski til hliðar.

Skref3

  • Setjið sveppina á pönnuna og steikið í stutta stund.
  • Bætið þá blaðlauknum saman við og steikið aðeins.
  • Hækkið hitann og hellið hvítvíninu á pönnuna, leyfið því að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur.
  • Hellið þá rjómanum á pönnuna ásamt kraftinum og hleypið aftur upp suðunni.

Skref4

  • Setjið spínatið út í sósuna og leggið kjúklingabringurnar ofan á.
  • Ausið sósunni aðeins yfir bringurnar og leyfið þessu að malla saman þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan hefur aðeins þykknað eða í 5-10 mínútur.
  • Gætið þess að ofelda ekki bringurnar.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir