Menu
Kjúklingur í Mexíkó-ostasósu með nachos

Kjúklingur í Mexíkó-ostasósu með nachos

Bragðgóður kjúklingaréttur með mexíkósku ívafi sem tekur rétt um 30 mínútur að elda. 

Þessi uppskrift dugar fyrir 4.

Innihald

1 skammtar

kjúklingabringur (3-4 stk)
fajitas krydd
mexikóostur
matreiðslurjómi
osta nachos
hrísgrjón
salsa sósa
sýrður rjómi

Skref1

  • Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum eða setjið tvo bolla af hrísgrjónum í pott ásamt fjórum bollum af vatni og nokkra dropa af olíu. Hitið helluna á hæsta styrk þar til það fer að sjóða, þegar það er rétt farið að sjóða er gott að hræra léttilega með gaffli í hrísgrjónin og leyfa þeim að malla aðeins lengur. Hrísgrjónin eiga að mynda holur, setjið svo lokið yfir og slökkvið á hellunni. Leyfið hrísgrjónunum að klárast að eldast í gufunni ofan í pottinum.
  • Skerið kjúklinginn í litla teninga u.þ.b. 2 cm stóra. Steikið upp úr 1 msk. af olíu þar til þeir eru eldaðir alveg í gegn. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn setjið þá 1 dl af vatni á pönnuna ásamt fajitas kryddinu og hrærið vel þar til kjúklingurinn er vel þakinn í kryddi og vatnið er farið.

Skref2

  • Skerið Mexíkóostinn í smáa bita og setjið í pott yfir meðalháan hita ásamt 1 ½ dl matreiðslurjóma. Þegar rjóminn er aðeins farinn að sjóða hrærið þá þar til osturinn er alveg bráðnaður. Þegar sósan er tilbúin hellið henni þá yfir kjúklinginn og hrærið þar til allt hefur blandast saman.
  • Setjið hrísgrjón á disk, setjið kjúklinginn yfir og myljið svo Nachos yfir kjúklinginn.
  • Gott er að bera kjúklingaréttinn fram með fersku salati ásamt sýrðum rjóma og salsa sósu.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir