Menu
Kjúklingur með salatosti og döðlum

Kjúklingur með salatosti og döðlum

Þessi kjúklingaréttur er sérstaklega bragðgóður og mögulega sá einfaldasti sem þú munt elda, sem þýðir að þú munt elda hann aftur og aftur og aftur og...

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
stór krukka rautt pestó
krukka Dala salatostur/ fetaostur
döðlur, smátt skornar
salt og nýmalaður pipar

Meðlæti

ferskt salat
sætar kartöflur

Aðferð

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót.
  • Setjið pestó, smátt skornar döðlur og salataost á hverja bringu.
  • Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar, 
  • Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur. 
  • Berið fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og fersku salati.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir