Menu
Kladdkaka með kókosbotni

Kladdkaka með kókosbotni

Stundum er súkkulaðikaka ekki nóg. Stundum þarf að bæta smá “tvisti” við uppskriftina og gera eitthvað nýtt. Eins og til dæmis að setja kókosbotn ofan á kökuna. Þessa sykurlausu súkkulaðiköku er mjög auðvelt að útbúa og að sjálfsögðu má nota venjulegt súkkulaði og skipta út Sukrin Melis fyrir flórsykur eða sykur.

Innihald

1 skammtar

Kladdkökubotn:

smjör
sykurlaust súkkulaði
egg
rjómi frá Gott í matinn
sukrin melis
kakó (1-2 msk.)
vanilludropar

Kókosbotn:

kókosolía
kókosmjólk
sukrin melis
kókosmjöl

Skref1

  • Kladdkökubotn:
  • Smjör og súkkulaði er sett í pott og brætt. Rjóma bætt við og blandað vel.
  • Egg og sukrin þeytt vel saman og blandað svo við súkkulaðið.
  • Vanilludropum bætt við og í lokin kakóinu. Best að smakka hversu mikið kakó maður vill.
  • Setjið deigið í 22 cm sílikon- eða springform.
  • Bakið kökuna í 10-12 mínútur við 200°C en hún á að vera blaut í miðjunni.

Skref2

  • Kókosbotn:
  • Kókosolía og kókosmjólk eru hitaðar í potti. Takið af hellu þegar vel blandað saman. Bætið út í sukrin melis og kókos og blandið vel.
  • Setjið yfir kladdkökubotninn og þjappið smá til að binda saman botninn.
  • Setjið kökuna í frystinn í um klukkustund til að auðvelda það að taka hana úr forminu.
  • Bræðið 100 g af sykurlausu súkkulaði og 100 ml af rjóma í potti.
  • Kælið smá og setjið svo yfir kökuna og skreytið með kókosmjöli.
  • Það er ekki verra að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og ísköldu mjólkurglasi .

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir