Ilmurinn sem fyllir húsið þegar kryddkaka er í ofninum er líklega mannbætandi. Borin fram volg með smjöri eru svo huggulegheit sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þetta er gömul og góð uppskrift sem hefur fylgt mér lengi. Í upprunalegu uppskriftinni er talað um að það megi nota annað hvort mjólk eða súrmjólk, en súrmjólkin fær algjörlega vinninginn að mínu mati og gerir þessa gömlu klassík dúnmjúka og svo bragðgóða. Uppskriftin er frekar stór og má auðveldlega helminga en hún passar vel í tvö lítil brauðform, ca 24x12 cm á stærð.
mjúkt smjör | |
púðursykur | |
sykur | |
egg | |
hveiti | |
matarsódi | |
kanill | |
negull | |
engiferduft | |
salt | |
súrmjólk |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir