Menu
Klassískt tiramisu

Klassískt tiramisu

Ég lét loksins verða af því að prófa að gera tiramisu en ég panta mér þennan eftirrétt oft á veitingastöðum ef hann er í boði. Ég hélt að það væri meira mál að gera hann en það er það alls ekki. Tiramisuið setti ég í glös en það er hægt að bera það fram stóru formi, litlum formum, glösum eða því sem ykkur þykir skemmtilegt. Þetta er stór uppskrift (fyrir 15-20 manns) og er því tilvalin fyrir veisluna en það er lítið mál að minnka hana.

Innihald

20 skammtar
eggjarauður
sykur
íslenskur mascarpone ostur frá Gott í matinn
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
lady fingers, kökufingur
sterkt kaffi, kalt
kahlúa eða annar dökkur líkjör
bökunarkakó

Skref1

  • Eggjarauður eru aðskildar frá hvítunni og settar í skál ásamt sykrinum.
  • Setjið vatn í pott og hitið að suðu og hrærið saman eggjarauðum og sykri í skál yfir pottinum þar til sykurinn hefur bráðnað. Það þarf að hræra stanslaust í um 5-10 mínútur.

Skref2

  • Þeytið næst eggjablönduna þar til hún verður ljós gul og þá er mascarpone ostinum bætt út í og þeytt áfram ásamt vanilludropum.
  • Þeytið rjómann, bætið honum út í eggjablönduna og blandið saman með sleif.
  • Hellið kaffinu; sem hefur fengið að kólna, og kahúla saman í skál.

Skref3

  • Næst er að raða í form og þá er ladyfingers dýft snögglega ofan í kaffið (ekki láta liggja ofan í) og sett í botninn.
  • Næst fer blandan, aftur ladyfingers og endað á blöndunni.
  • Geymið í kæli í a.m.k. 5-6 tíma áður en eftirrétturinn er borinn fram og rétt áður en góðgætið fer á borðið er gott að dreifa smá kakó yfir með sigti.
  • Gott er að gera tiramisuið degi áður og kæla yfir nóttu en það geymist í kæli í 3-4 daga.
Skref 3

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir