Menu
Kleinuhringir með glassúr

Kleinuhringir með glassúr

Fljótlegir og auðveldir kleinuhringir sem slá í gegn hjá stórum sem smáum. Uppskriftin inniheldur gríska jógúrt sem gerir kleinuhringina einstaklega mjúka og góða. Skemmtilegt er að baka þessa með krökkunum þar sem hver og einn getur skreytt sinn kleinuhring að vild. Fyrir ykkur sem eigið ekki kleinuhringjaform þá er þessi uppskrift líka einstaklega góð í bollakökuformi.

Innihald

12 skammtar

Kleinuhringir

smjör, bráðið
síróp
mjólk
grísk jógúrt frá Gott í matinn
egg
vanilludropar
möndludropar
hveiti
lyftiduft
sjávarsalt

Glassúr

dökkt súkkulaði
smjör
síróp

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið kleinuhringjaform að innan. Það má einnig búa til bollakökur úr þessari uppskrift.
  • Setjið bráðið smjör, síróp, mjólk, gríska jógúrt, egg, vanilludropa og möndludropa saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref2

  • Setjið hveiti í aðra skál ásamt lyftidufti og sjávarsalti og hrærið saman.
  • Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið með písk eða sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref3

  • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því í formin, passið að fylla þau aðeins um helming.
  • Einföld uppskrift dugar í 12-14 kleinuhringi.
  • Bakið í rúmar 12 mínútur eða þar til kleinuhringirnir eru full bakaðir.

Skref4

  • Setjið súkkulaði í skál ásamt smjöri og bræðið í örbylgjuofni eða yfir lágum hita.
  • Þegar súkkulaðið hefur náð að bráðna bæti þið sírópinu saman við og hrærið.
  • Dýfið hverjum kleinuhring fyrir sig ofan í súkkulaðið og skreytið að vild.
  • Best er að geyma þá í lokuðu íláti svo þeir haldast mjúkir og góðir.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir