Menu
Kleinuhringir með súkkulaði

Kleinuhringir með súkkulaði

Kleinuhringir eru sérstaklega vinsælir hjá yngstu kynslóðinni og því er um að gera að prófa sig áfram með heimabakaða kleinuhringi og leyfa krökkunum að hjálpa til við baksturinn.

Innihald

1 skammtar

Kleinuhringir:

hveiti
kakó
matarsódi
lyftiduft
Salt á hnífsoddi
púðursykur
sykur
smjör (brætt)
vanilludropar
egg
Óskajógúrt með jarðarberjum (180 g)

Súkkulaðihjúpur:

mjólkursúkkulaði
suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn (6-8 msk.)
Kökuskraut til þess að skreyta hvern kleinuhring

Skref1

  • Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sett saman í skál.
  • Brætt smjör, jógúrt, vanilludropar og egg blandað vel saman og þurrefnunum síðan blandað saman við .
  • Blandan er sett í sprautupoka og síðan sprautuð í sérstök kleinuhringjamót. Það er einnig hægt að búa til kleinuhringjalögun með því að nota bollakökubökunarmót og nota álpappír til að gera gat í hvern hring.
  • Kleinuhringirnir eru bakaðir við 170°C blástur í um 12-15 mínútur.
Skref 1

Skref2

  • Súkkulaðhjúpurinn er búinn til með því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og hræra rjóma saman við til að þynna hjúpinn.
  • Hverjum og einum kleinuhring er dýft í súkkulaðihjúpinn og kökuskrauti sáldrað yfir.
Skref 2

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir