Á mínu heimili höfum við eitthvað djúsí og gott á föstudögum. Heimagerðan skyndibita á borð við pítsur, hamborgara, pítur og þess háttar mat en það er alls ekki verra ef það þarf ekki að leggja of mikla vinnu í matargerðina. Þessar samlokur passa akkúrat inn í föstudagsþema heimilisins. Ótrúlega bragðgóðar, mátulega djúsí og einfalt og fljótlegt að útbúa þær. Áleggið er að sjálfsögðu ekki há heilagt og um að gera að nýta það sem til er. Mér finnst þó algert lykilatriði að hafa stökkt beikon, bragðgóðan samlokuost og safaríka vel þroskaða tómata.
fínt samlokubrauð | |
samlokuostur frá MS | |
beikonsneiðar | |
sveppir, stórir | |
íslenskt smjör | |
vel þroskaðir tómatar | |
• | lambhagasalat |
• | reykt silkiskorin kjúklingaskinka |
• | majónes |
• | dijon sinnep |
• | hvítlauksduft, salt og pipar |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal