Menu
Kókos bollakökur

Kókos bollakökur

Svo dásamlega sætar og góðar.

Innihald

12 skammtar

Kókoskökur:

Sykur
Smjör við stofuhita
Egg
Vanilludropar
Hveiti
Lyftiduft
Salt
Mjólk
Kókos

Súkkulaðikrem:

Smjör við stofuhita
Flórsykur
Dökkt kakó
Rjómi frá Gott í matinn
Salt
Vanilludropar

Toppur:

Kókosmjöl
Súkkulaðisíróp

Kókoskökur

  • Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarmót og setjið á bökunarplötu.
  • Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggi við og hrærið saman.
  • Blandið hveiti, kókós, lyftidufti og salti saman í skál og blandið því saman við deigið smávegis í einu ásamt mjólkinni.
  • Setjið vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið þó að hræra ekki of mikið svo kökurnar verði ekki of seigar.
  • Setjið deigið í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á.

Súkkulaðkrem

  • Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt.
  • Bætið flórsykri saman við smátt og smátt í einu.
  • Setjið rjóma, salt og vanilludropa saman við og hrærið þar til kremið hefur blandast vel saman og er orðið mjúkt og slétt.
  • Sprautið kreminu á hverja köku fyrir sig t.d. með sprautustút 1M.
  • Skreytið með súkkulaðisírópi og kókós.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir