Menu
Kókosbolludraumur

Kókosbolludraumur

Þessi eftirréttur er sannkölluð B.O.B.A! Svakalega góður og auðveldur desert sem er tilvalinn í veisluna. Það er einfalt að stækka uppskriftina og tvöföld uppskrift dugar vel sem eftirréttur fyrir 15-20 manns.

Innihald

1 skammtar
tilbúinn marensbotn
kókosbollur
rjómi frá Gott í matinn
lakkrískurl
Mars súkkulaði
bláber og jarðarber (eða aðrir ávextir)

Skref1

  • Myljið marensinn og setjið í botn á formi ásamt kókosbollunum.
  • Setjið næst þeyttan rjóma og lakkrískurl. Þjappið rjómanum vel ofan í formið.
  • Toppið með smátt skornu Marsi og ávöxtum, t.d. ferskum bláberjum og jarðarberjum.
  • Geymist í kæli þar til hann er borinn fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir