Skref1
- Stillið ofninn á 180°.
- Byrjið á að gera sósuna.
- Hrærið sýrðum rjóma, hrísgrjónaediki og wasabi saman.
- Smakkið til með límónusafa og meira wasabimauki ef vill.
Skref2
- Setjið þorskhnakkastykkin í olíuborið eldfast fat, eða á bökunarpötu klædda bökunarpappír. Piprið.
- Bræðið smurost í potti á mjög lágum hita. Smyrjið honum yfir fiskstykkin.
- Blandið saman kókosmjöli, myntu, möndlumjöli og olíu og þekið fiskstykkin með blöndunni.
- Bakið í 15-20 mínútur.
Skref3
- Setjið kúskús í skál sem þolir háan hita og myljið grænmetistening ofan á.
- Hellið síðan sjóðandi vatninu yfir og hyljið með plastfilmu. Látið standa í 10 mínútur.
- Blandið síðan öðrum hráefnum saman við sem eiga að fara í salatið og smakkið til með svörtum pipar.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir