Menu
Kókosmarens með bláberjum

Kókosmarens með bláberjum

Hvort sem þú skrifar marengs eða marens þá smakkast þetta góðgæti alltaf jafn vel og ekki skemmir að skella smá kókos í botnana.

Innihald

1 skammtar

Kókosmarens:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
kókos

Bláberjasósa:

bláber, best er að nota fersk ber
vatn
sykur

Rjómi:

rjómi frá Gott í matinn
kókos
börkur af einni límónu
flórsykur

Skref1

  • Stillið ofninn í 150 °C.
  • Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur og myndið tvo jafnstóra hringi á sitthvora plötuna.
  • Þeytið eggjahvíturnar í hrærivél og blandið sykrinum rólega saman við. Þeytið þar til marensinn er orðinn stífur og stendur.
  • Setjið lyftiduftið saman við og hrærið vel.
  • Blandið kókosinum saman við með sleif og setjið marensinn á ofnplöturnar.
  • Bakið í rúmar 50 mínútur eða þar til marensinn er alveg þurr viðkomu.
  • Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.

Skref2

  • Næst er að græja bláberjasósuna.
  • Setjið allt saman í pott og sjóðið yfir meðalháum hita.
  • Þegar berin eru farin að sjóða látið þau þá malla í rúmar 10 mínútur.
  • Lækkið svo hitann og sjóðið í aðrar 5 mínútur á lágum hita.
  • Gott er að láta berjasósuna standa í dágóða stund til að hún þykkni.
  • Bláberjasósan verður að vera búin að kælast alveg áður en þið setjið hana á kökuna.
  • Gott er að kæla sósuna inni í ísskáp.

Skref3

  • Þeytið rjómann þar til hann stendur en passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið. Oft er gott að þeyta rjómann ekki alveg.
  • Blandið kókos, sítrónuberki og flórsykri saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur náð að blandast saman.
  • Setjið marensbotn á disk og setjið bláberjasósu ofan á, setjið síðan rjóma og hinn botninn ofan á.
  • Þá setjið þið aftur bláberjasósu á botninn og rjóma ofan á.
  • Skreytið með ferskum bláberjum og sigtið flórsykri yfir þau.
  • Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir