Menu
Kolvetnasnautt flatbrauð

Kolvetnasnautt flatbrauð

Það er gaman að prófa sig áfram og baka brauð en þetta brauð inniheldur husk í staðinn fyrir hveiti.

Innihald

1 skammtar
egg
sjávarsalt á hnífsoddi
Husk
grísk jógúrt
lyftiduft
duftuð hörfræ

Skref1

  • Stillið ofninn á 200°.
  • Skiljið eggjarauður og hvítur að. Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið til hliðar.
  • Þeytið eggjarauður og setjið gríska jógúrt saman við. Hrærið. Bætið salti og Huski saman við og hrærið.
  • Blandið eggjahvítunum varlega saman við með sleif og setjið loks duftuðu hörfræin og lyftiduftið út í. Leyfið deiginu að hvíla í 10 mínútur.
  • Skiptið deiginu niður í fernt á bökunarplötu klædda bökunarpappír, gott er að strá yfir fræum að eigin vali.
  • Bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir