Fjölskyldan er hrifin af gnocchi, pasta sem er yfirleitt gert úr kartöflum en líka úr ríkottaosti. Það er einfalt að gera heimalagað gnocchi og líka gaman.
Í þessari uppskrift eru hvorki notaðar kartöflur né ríkottaostur heldur kotasæla. Kotasæluna má í mörgum tilfellum nota í staðinn fyrir ríkottaost í mat og bakstur og hér kemur það vel út. Hver getur síðan staðist fjögurra osta sósu yfirhöfuð?
kotasæla | |
hveiti | |
brauðmylsna | |
salt og pipar | |
þurrkað múskat |
rjómi frá Gott í matinn | |
gráðaostur | |
Óðals Cheddar | |
Óðals Havarti | |
Mozzarella |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir