Menu
Kotasælu og spínat gnocchi

Kotasælu og spínat gnocchi

Gnocchi eru litlar kartöflubollur sem eru stappaðar saman við hveiti og mótaðar í litlar kúlur eða skeljar. Til eru ýmsar útgáfur af gnocchi og í þessari uppskrift eru engar kartöflur heldur er uppistaðan spínat og kotasæla.

Innihald

1 skammtar
kotasæla
frosið spínat
parmesanostur, fínrifinn
hveiti (u.þ.b.)
egg

Mozzarellasalat

mozzarellakúlur, rifnar eða skornar í bita
kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
basilíka, gróft söxuð
sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk
ólífuolía, eftir smekk
parmesanostur, eftir smekk

Skref1

  • Maukið kotasæluna með töfrasprota.
  • Kreistið eins vel og hægt er allan vökva af spínatinu. Saxið.
  • Hrærið öllu saman. Bætið varlega við meira hveiti ef þurfa þykir.
  • Setjið deigið á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt.
  • Rúllið hvorn helming út með höndunum í 50 cm langa pylsu. Skiptið hvorri pylsu í 3 cm litla bita.
  • Leggið bitana á hveitistráðan bökunarpappír.

Skref2

  • Setjið vel af vatni í stóran pott.
  • Setjið salt út í þegar suðan kemur upp og sjóðið gnocchibitana í u.þ.b. 5 mínútur. Hellið í sigti.
  • Raðið gnocchi, mozzarellabitum og kirsuberjatómötum á stórt fat eða fjóra staka matardiska.
  • Sáldrið basilíku yfir, salti og pipar. Hellið ólíuolíu þar ofan á og loks rifnum parmesanosti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir