Menu
Kryddaðar smákökur með hvítu súkkulaði

Kryddaðar smákökur með hvítu súkkulaði

Fljótlegar og auðveldar öðruvísi súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði sem koma bragðlaukunum skemmtilega á óvart.

Innihald

15 skammtar
smjör, við stofuhita
púðursykur
egg
vanilludropar
hveiti
kanill
engiferkrydd
múskat
lyftiduft
matarsódi
sjávarsalt
hvítt súkkulaði
hvítt súkkulaði brætt ofan á kökurnar

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír á ofnplötu.
  • Setjið smjör við stofuhita í skál ásamt púðursykri og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggi saman við ásamt vanilludropum.

Skref2

  • Setjið öll þurrefni saman í skál og bætið saman við deigið. Hrærið þar til deigið er orðið að kúlu og allt vel fast saman.
  • Skerið niður 250 g hvítt súkkulaði og setjið saman við. Hrærið þar til súkkulaðið hefur blandast vel saman við. Gott er að hnoða það aðeins með höndunum til að blanda öllu saman.
  • Myndið kúlur úr deiginu, hver kúla um 40 g, og setjið á ofnplötu með smjörpappír á. Þrýstið hverri kúlu örlítið niður og bakið í 12-15 mínútur.

Skref3

  • Kökurnar eru mjúkar eftir baksturinn en jafna sig eftir nokkrar mínútur eftir að þær eru teknar út ofninum.
  • Setjið 50 g af hvítu súkkulaði í skál og bræðið í örbylgjuofni.
  • Setjið ofan á hverja köku þegar þær hafa náð að kólna alveg.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir