Menu
Krydduð jólakökuostamús með piparkökum

Krydduð jólakökuostamús með piparkökum

Einfaldur og skemmtilegur eftirréttur sem á vel við á aðventunni og yfir hátíðarnar.
Þessi uppskrift dugar í 8 glös.

Innihald

1 skammtar

Botn

piparkökur hakkaðar
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
síróp
kanill
múskat
engifer
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
flórsykur
piparkökur til skrauts

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
piparkökur til skrauts

Skref1

  • Setjið piparkökur í matvinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar.
  • Setjið 1-2 msk. af piparkökum í desert glös.

Skref2

  • Hrærið rjómaost og síróp saman þar til blandan verður mjúk og slétt.
  • Gott er að skafa hliðarnar á skálinni með sleif svo allt nái að blandast vel saman.
  • Bætið kanil, múskati og engifer saman við og hrærið.
  • Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt flórsykri og hrærið vel.
  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við rjómaostablönduna með sleif.
  • Sprautið rjómaostablöndunni í hvert glas fyrir sig.

Skref3

  • Kælið ostamúsina í 3-4 klst.
  • Takið glösin út.
  • Þeytið rjóma og sprautið honum fallega ofan í hvert glas fyrir sig.
  • Skreytið með heilum eða muldum piparkökum.
  • Geymið í kæli þar til ostamúsin er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir