Skref1
- Setjið kanilkexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
- Bræðið smjör og hellið saman við kexið og hrærið vel saman.
- Hellið kexblöndunni í hringlaga form um 22 cm að stærð og þrýstið vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.
- Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna.
Skref2
- Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri, kanil, múskati, engifer og vanilludropum.
- Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif.
- Gott er að bera kökuna fram með rjóma.
- Geymist í kæli þar til kakan er borin fram.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir