Menu
Lambalæri og bernaise

Lambalæri og bernaise

Lambalæri upp á gamla mátann sem stendur alltaf fyrir sínu.

Innihald

4 skammtar

Lambalæri:

lambalæri
salt og pipar
óreganó
ólífuolía
hvítvínsedik

Bernaise sósa:

eggjarauður
bernaise essence
vatn
tarragon, estragon eða steinselja. Þurrkað eða ferskt.
brætt smjör
salt og pipar eða örlítill kraftur (má sleppa)

Meðlæti

kartöflur eftir smekk
smjörsteiktar snjóbaunir

Lambalæri

  • Kryddið lærið með salti, pipar og óreganó.
  • Setjið vatn, ólífuolíu og hvítvínsedik í ofnpottinn svo það fljóti aðeins upp á kjötið.
  • Lokið pottinum.
  • Setjið lærið inn í ofn í um fimm tíma á 110 gráðum en síðustu 40 mínúturnar á 180 gráðum án loks til að fá á það aðeins harðari skráp á toppinn.

Bernaise sósa

  • Hrærið eggjarauður, essence, krydd og vatn saman í hrærivél eða með handþeytara þar til mjög létt og loftkennt.
  • Bræðið smjörið.
  • Hellið smjörinu í mjórri bunu saman við eggin, hægt og rólega, og hrærið í á meðan.
  • Náið sósunni jafnri og fallegri í áferð.
  • Berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir