Menu
Lasanja með bleikju og sítrónu ostasósu

Lasanja með bleikju og sítrónu ostasósu

Afar fljótlegur og fjölskylduvænn réttur, sem hentar öllum aldurshópum. Hér er notuð bleikja, en vel hægt að nota lax eða annan fisk sem fær svo að njóta sín í dýrindis ostasósu.

Innihald

4 skammtar
frosið spínat
tómatar, vel þroskaðir og skornir í sneiðar
beinlaus og roðflett bleikju- eða laxaflök, skorin í litla bita
fersk lasanjablöð
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
smjör

Sítrónu-ostasósa

smjör
hveiti
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
íslenskur mascarpone-ostur
fínrifinn sítrónubörkur
sítrónusafi
sjávarsalt og svartur pipar
múskat, gjarnan rifin fersk múskatrót

Skref1

  • Stillið ofninn á 200°.
  • Setjið spínatið í pott með vatni og látið sjóða í 2 mínútur.
  • Hellið vatninu af og kreistið allan vökva úr.
  • Saxið

Skref2

  • Bræðið smjör í potti og setjið hveiti saman við, hrærið og látið sjóða.
  • Bætið matreiðslurjóma saman við smátt og smátt.
  • Hrærið stöðugt í.
  • Þegar sósan sýður takið þá af hellunni og hrærið mascarpone-osti saman við.
  • Smakkið til með sítrónuberki, sítrónusafa, salti, pipar og múskati.

Skref3

  • Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
  • Setjið lasanjablöð á botninn.
  • Sáldrið helmingnum af spínatinu, helmingnum af tómatasneiðunum og fiskibitunum ofan á.
  • Dreifið síðan ⅓ af sítrónu-ostasósunni yfir og endurtakið svo röðunina.
  • Endið á sósu og gratínosti. Bakið í 30 mínútur.
  • Gott er að láta lasanja standa í a.m.k. 10 mínútur áður en það er borið fram.
  • Tillaga að meðlæti: ferskt salat með tómötum, basilíku og mozzarellaosti og nýbakað brauð.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir