Menu
Laxa taco með avocado og lime dressingu

Laxa taco með avocado og lime dressingu

Ferskt og sumarlegt laxa taco sem þú átt pottþétt eftir að elda oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar þú hefur smakkað!

Innihald

2 skammtar

Taco innihald:

tómatar
jöklasalat
gular baunir
rauðlaukur
lime
avocado
kóríander
fetakubbur frá Gott í matinn, meira ef vill
lax
cayanne pipar
minnsta gerðin af mjúkum tortilla kökum, má klippa af til að minnka frekar

Avocado og lime dressing

36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
avocado
safi úr einni lime
jalapeno sneiðar
kóríander, nokkrir stilkar
smá salt

Skref1

  • Best er að byrja á að útbúa dressinguna, en innihaldinu er einfaldlega blandað saman í matvinnsluvél eða góðum blandara.

Skref2

  • Síðan snúum við okkur að sjálfu laxa tacoinu.
  • Jöklasalatið er saxað niður og tómötum, baunum, rauðlauk og lime safa blandað við svo úr verður ljúffeng salsa.
  • Avocado er skorið í teninga og fetakubburinn mulinn.

Skref3

  • Laxinn kryddaður með nóg af cayanne pipar og grillaður á mínútu grilli eða í ofni.
  • Tortillakökurnar ýmist hitaðar á grillinu eða í ofni.
  • Þá er þessu öllu smellt saman, salsa, laxinum, avocado, fetaosti, nóg af dressingu og toppað með smá kóríander.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir