Skref1
- Byrjið á að útbúa salsað.
- Blandið öllum hráefnum varlega saman og smakkið til með salti.
Skref2
- Næst er það sýrði límónu-rjóminn.
- Hrærið saman límónuberki og sýrðum rjóma og smakkið til með límónusafa.
Skref3
- Kryddið laxabitana með chilí, cumin og kóríander. Saltið.
- Hitið olíu á pönnu og steikið laxabitana.
- Passið að steikja þá ekki of mikið.
- Leggið á disk meðan tortillurnar eru settar saman.
Skref4
- Hitið tortillurnar á pönnu.
- Setjið síðan salatblöð á þær, næst salsa, þá laxabita og loks sýrðu límónusósuna.
- Berið strax fram og njótið matarins.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir