Menu
Laxatortillur með litríku salsa og sýrðum límónu-rjóma

Laxatortillur með litríku salsa og sýrðum límónu-rjóma

Góð tilbreytingin frá tortillum með hakki og heimatilbúið salsa setur punktinn yfir i-ið.

Innihald

4 skammtar

Lax

lax, roðflettur og skorinn í litla bita
chillí
cumin
kóríander
sjávarsalt
ólífuolía

Litríkt salsa

mango, skorið í litla bita
agúrka, skorin í litla bita
kokteiltómatar, skornir í bita
rauðlaukur, fínsaxaður
rautt chillí, fræhreinsað og fínsaxað
lárpera, skorin í litla bita
handfylli af fersku kóríander, saxað
safi af 1 límónu
sjávarsalt

Sýrður límónu-rjómi

sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn börkur af 1 límónu
límónusafi eftir smekk

Meðlæti

heilhveiti-tortillur
salatblöð, eftir smekk

Skref1

  • Byrjið á að útbúa salsað.
  • Blandið öllum hráefnum varlega saman og smakkið til með salti.

Skref2

  • Næst er það sýrði límónu-rjóminn.
  • Hrærið saman límónuberki og sýrðum rjóma og smakkið til með límónusafa.

Skref3

  • Kryddið laxabitana með chilí, cumin og kóríander. Saltið.
  • Hitið olíu á pönnu og steikið laxabitana.
  • Passið að steikja þá ekki of mikið.
  • Leggið á disk meðan tortillurnar eru settar saman.

Skref4

  • Hitið tortillurnar á pönnu.
  • Setjið síðan salatblöð á þær, næst salsa, þá laxabita og loks sýrðu límónusósuna.
  • Berið strax fram og njótið matarins.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir