Byrjið á að skola og þerra klettasalatið og raða því á fat.
Skerið melónuna í litla bita, svipað stóra og mozzarella kúlurnar, eða búið til kúlur með melónuskera.
Skref2
Grillið eða steikið parmaskinkuna á pönnu þar til hún er orðin stökk.
Leyfið parmaskinkunni að kólna þegar hún er tilbúin og skerið svo í litla bita eða myljið niður yfir klettasalatið.
Melónukúlurnar eru svo settar þar ofan á og loks mozzarella kúlurnar efst.
Hellið ólífuolíu yfir ásamt balsamik gljáanum.
Það má einnig raða salatinu á litla diska ef um forrétt er að ræða. Ef þú ert að útbúa salatið fyrirfram er gott að setja olíuna og balsamik gljáann yfir salatið þegar það er borið fram.