Menu
Létt og ljúffengt salat með mozzarella og melónu

Létt og ljúffengt salat með mozzarella og melónu

Létt og ljúffengt salat og sem hentar vel sem forréttur, létt máltíð eða meðlæti með grillmatnum.

Innihald

1 skammtar
klettasalat
kantalópu melóna, um 160 g
parma skinka
mozzarella kúlur
balsamik gljái
ólífuolía

Skref1

  • Byrjið á að skola og þerra klettasalatið og raða því á fat.
  • Skerið melónuna í litla bita, svipað stóra og mozzarella kúlurnar, eða búið til kúlur með melónuskera.

Skref2

  • Grillið eða steikið parmaskinkuna á pönnu þar til hún er orðin stökk.
  • Leyfið parmaskinkunni að kólna þegar hún er tilbúin og skerið svo í litla bita eða myljið niður yfir klettasalatið.
  • Melónukúlurnar eru svo settar þar ofan á og loks mozzarella kúlurnar efst.
  • Hellið ólífuolíu yfir ásamt balsamik gljáanum.
  • Það má einnig raða salatinu á litla diska ef um forrétt er að ræða. Ef þú ert að útbúa salatið fyrirfram er gott að setja olíuna og balsamik gljáann yfir salatið þegar það er borið fram.

Höfundur: Helga Magga