Menu
Lime, chilli og súkkulaðitruffla með pekanhnetum

Lime, chilli og súkkulaðitruffla með pekanhnetum

Þessar súkkulaðitrufflur eru einstaklega ferskar og bragðgóðar og smakkast dásamlega með góðum kaffibolla. Fullkomnar á veisluborðið og líka gott að eiga í frysti þegar mann langar í sætan bita.

Innihald

1 skammtar
súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
lint smjör
börkur af limeávexti (einnig er gott að nota appelsínubörk)
saxaðar pekanhnetur
chilimauk

Til að velta uppúr

kókosmjöl
chiliduft

Skref1

  • Bræðið súkkulaði og rjóma saman í örbylgju eða yfir vatnsbaði.

Skref2

  • Bætið við limeberki, chilimauki og pekanhnetum.

Skref3

  • Hrærið linu smjöri saman við og kælið.

Skref4

  • Þegar massinn er farinn að stífna mótið þið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli og chilidufti.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson