Menu
Litlar burrata kúlur með appelsínum

Litlar burrata kúlur með appelsínum

Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu. Það er gaman að segja frá því að nú er boðið upp á dós með tveimur litlum kúlum sem henta einstaklega vel í smárétti, með salatinu og góðu brauði. Það má t.d. para kúlurnar með appelsínum og búa til ferskan og litríkan forrétt.

Innihald

1 skammtar
litlar burrata kúlur
appelsínur
blóðappelsínur
basilíka
valhnetur
ólífuolía
salt og pipar

Aðferð

  • Hér fer magnið alveg eftir fjölda þeirra sem eru að fara að borða góðgætið og hvort rétturinn er ætlaður sem smáréttur á hlaðborði, léttur réttur til að deila eða bara sem heil máltíð.
  • Skerið hýðið utan af appelsínunum og skerið í þunnar sneiðar.
  • Dreifið ferskri basilíku yfir en hér má líka nota mintu.
  • Saxið valhnetur og setjið yfir appelsínurnar.
  • Kryddið með smá salti og pipar og hellið smá ólífuolíu yfir.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir