Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu. Það er gaman að segja frá því að nú er boðið upp á dós með tveimur litlum kúlum sem henta einstaklega vel í smárétti, með salatinu og góðu brauði. Það má t.d. para kúlurnar með appelsínum og búa til ferskan og litríkan forrétt.
• | litlar burrata kúlur |
• | appelsínur |
• | blóðappelsínur |
• | basilíka |
• | valhnetur |
• | ólífuolía |
• | salt og pipar |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir