Menu
Litlar drauga pizzur

Litlar drauga pizzur

Það er svo gaman að sjá hvað svona litlir hlutir geta gert mikið fyrir krakkana, þessar litlu drauga pizzur voru ótrúlega vinsælar hjá mínum krökkum sem fannst þetta svo sniðugt. Fljótlegt að græja fyrir hrekkjavöku partýið eða bara sem smá uppbrot í aðdraganda hrekkjavökunnar.

Innihald

1 skammtar
pizzadeig að eigin vali
pizzasósa
Góðostur í sneiðum

Skref1

  • Stillið ofn á 220°C.
  • Útbúið pizzadeig eða notið tilbúið. Ég stytti mér leið hér og notaði meira að segja upprúllað pizzadeig.
  • Fletjið deigið út og stingið út með hringlaga kökuformi eða glasi.

Skref2

  • Leggið pizzurnar á ofnplötu með bökunarpappír.
  • Setjið u.þ.b. 1 tsk. af pizzassósu á hverja pizzu og dreifið úr.
  • Skerið ostinn út í litla drauga og leggið yfir pizzurnar.
  • Bakið í 5-7 mín.
Skref 2

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir