Skref1
- Hitið ofninn í 200°C.
- Setjið saltkex, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og látið ganga þar til þetta er orðið að mylsnu.
- Hrærið þá gráðaosti, eggi, sojasósu, pipar og salti saman við og blandið að lokum hakkinu saman við.
Skref2
- Mótið bollur (u.þ.b. 16 stórar eða 40 litlar) og dreifið þeim á pappírsklædda bökunarplötu.
- Dreypið olíunni yfir. Bakið bollurnar í miðjum ofni í 15-20 mínútur.
- Stærri bollum er best að snúa einu sinni en það er nóg að hræra í þeim litlu.
- Berið þær fram með kartöflum, grænmeti og piparostasósu.
Skref3
- Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í pott, hitið rólega og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
- Smakkið og saltið ef þarf.
- Svo má líka skipta um og nota piparost út í bollurnar en gráðaost í sósuna
Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir