Menu
Litlar og fljótlegar pavlovur

Litlar og fljótlegar pavlovur

Litlar pavlovur með rjóma og jarðarberjum sem sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er.

Innihald

1 skammtar
eggjahvítur við stofuhita
sykur
rjómi frá Gott í matinn
jarðarber, eða önnur ber (300-400 g)
flórsykur

Skref1

  • Stillið ofninn á 140°.
  • Þvoið hrærivélaskál að innan og spaða með örlitlu hvítvínsediki.
  • Stífþeytið eggjahvítur.

Skref2

  • Bætið sykri saman við, 1 msk. í einu smátt og smátt.
  • Hrærið þar til marensinn verður glansandi og þykkur.

Skref3

  • Setjið marensinn í rjómasprautu eða notið tvær teskeiðar.
  • Sprautið litla hringi (eða notið teskeiðar) með rjómaspautunni sem eru um 3 cm í þvermál á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  • Bakið í 40-45 mín. Látið kólna.

Skref4

  • Léttþeytið rjómann.
  • Sprautið rjóma eða notið skeiðar viða að setja rjóma á hverja köku.
  • Skreytið með berjum og sáldrið flórsykri yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir