Menu
Litlar ostakökur með saltri karamellusósu

Litlar ostakökur með saltri karamellusósu

Þessar litlu ostakökur eru svakalega bragðgóðar og bráðna uppi í manni. Það er ekki flókið að búa þær til en þær eru svo sannarlega tímans virði.

Innihald

20 skammtar

Ostakökur:

möffinsform (18-20)
Lu kexkökur
púðursykur
brætt smjör
rjómaostur frá Gott í matinn
sykur
egg

Sölt karamellusósa:

sykur
smjör
rjómi frá Gott í matinn
sjávarsalt

Ostakökur

  • Kexið er mulið í matvinnsluvél eða á annan hátt og bræddu smjöri og púðursykri blandað saman við.
  • Kexinu er síðan þjappað ofan í möffins formin.
  • Rjómaostur, egg og sykur fara saman í hrærivélina og þeytt þar til blandan verður mjúk.
  • Þá fer um ein matskeið ofan í hvert möffinsform og kökurnar settar í 160° gráðu heitan ofn í 20 mínútur.
  • Þegar kökurnar koma út eru þær kældar inni í ísskáp í um klukkustund áður en karamellan er sett á.
  • Það er eðlilegt að kökurnar falli aðeins í ísskápnum.

Sölt karamellusósa

  • Byrjið ekki á sósunni fyrr en kökurnar hafa verið kældar.
  • Sykurinn er bræddur í potti þar til hann er orðin alveg kekkjalaus og ljósbrúnn, það þarf að hræra með sleif allan tímann.
  • Næst er smjörinu bætt við og potturinn tekinn af hellunni. Rjóminn fer út í lokin og hrært þar til karamellan verður silkimjúk.
  • Ef hún fer að kekkjast þá er hægt að setja hana aðeins aftur á helluna.
  • Ein teskeið af karamellu er sett yfir kökurnar ásamt ögn af sjávarsalti og kökurnar síðan kældar.
Sölt karamellusósa

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir