Menu
Litlar samlokur í veisluna

Litlar samlokur í veisluna

Litlar samlokur henta vel sem forréttur eða sem skemmtileg viðbót við fingra- og veislumatinn. Það er vel hægt að gera þessar samlokur kvöldinu áður og geyma í kæli. 

Innihald

1 skammtar
rúllu- eða brauðtertubrauð - skorin í tvennt
Kál
Skinka
Hunangsskinka
Smurostur skinkumyrja
Smurostur með beikoni
Mæjónes
Pestó - rautt
Ostur
Sinnep

Skref1

  • Lag 1: Majónesi smurt á fyrsta brauðlagið, kál, ostur og skinka er sett yfir og beikonsmurosti smurður neðan á næsta lag
  • Lag 2: Beikonsmurosti er smurt á efra lagið, ostur og sinnep sett yfir. Mæjónes er smurt undir næsta lag.
  • Lag: 3: Pestó er sett yfir næsta lag, kál og hunangsskinka er sett yfir. Skinkumyrja er sett undir næsta lag.
  • Lag: 4: Á efsta lagið er olía og krydd sett yfir. Einnig hægt að nota pestó til að smyrja yfir.

Skref2

  • Plastið sem fylgir rúllubrauðinu er sett yfir brauðið og það pressað með þungu fargi.
  • Brauðið er síðan skorið í litla teninga og gott er að stinga tannstönglum í þá.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir