Menu
Litríkir kanilsnúðar

Litríkir kanilsnúðar

Dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr eins og í Ameríkunni. Það er fátt sem er betra og erfitt er að standast þessa ómótstæðilegu snúða. Hér þarf hins vegar þolinmæði þegar kemur að hefunartíma svo það er tilvalið að byrja þessa snúðagerð að morgni ef þið viljið bjóða upp á þá með kaffinu og gera eitthvað skemmtilegt á milli þess sem deigið þarf að hefast.

Innihald

1 skammtar

Snúðadeig

þurrger (11,8 g)
volgt vatn
sykur (+ 1 msk. í vatnið)
nýmjólk
brætt smjör
egg
salt
vanilludropar
hveiti

Fylling og penslun

smjör við stofuhita (+ 50 g brætt til penslunar)
sykur
púðursykur
kanill

Glassúr

flórsykur
brætt smjör
nýmjólk
vanilludropar
salt
matarlitur

Snúðadeig

  • Blandið þurrgeri og volgu vatni saman og setjið 1 msk. af sykri saman við og hrærið, leyfið að standa á meðan annað er undirbúið og blandan ætti að freyða vel eftir nokkrar mínútur.
  • Setjið mjólk, brætt smjör, egg, salt og vanilludropa í hrærivélarskál með króknum.
  • Hellið gerblöndunni saman við og bætið hveitinu þá við í nokkrum skömmtum.
  • Hnoðið í nokkrar mínútur, takið deigið þá úr skálinni og hnoðið það í kúlu á borðinu.
  • Penslið skál að innan með matarolíu og veltið kúlunni upp úr olíunni í skálinni, plastið síðan skálina og leyfið deiginu að hefast í 2 klukkustundir.
  • Setjið deigið þá á hveitistráðan flöt og ýtið með fingrunum/fletjið út í um 40 x 50 cm rétthyrndan flöt.
  • Útbúið fyllinguna og haldið áfram.

Fylling og penslun

  • Smyrjið smjörinu sem er við stofuhita á deigið. Hægt er að gera það ýmist með fingrunum eða pensli og það er allt í lagi þó það sé aðeins ójafnt.
  • Hrærið báðum tegundum af sykri ásamt kanil í skál og stráið jafnt yfir smjörið.
  • Rúllið þétt upp og skiptið niður í 12 hluta.
  • Smyrjið skúffukökumót sem er um 30 x 40 cm á stærð vel að innan með smjöri og raðið snúðunum 3 x 4 með smá bil á milli.
  • Plastið og hefið að nýju í 1 klukkustund.
  • Hitið ofninn í 175°C, penslið snúðana með brædda smjörinu og bakið í 20-25 mínútur eða þar til þeir verða vel gylltir.
  • Leyfið að kólna aðeins og setjið þá glassúrinn á.

Glassúr

  • Allt sett saman í skál og pískað saman þar til kekkjalaust.
  • Skiptið niður í 3 skálar og litið í mismunandi litum með matarlit.
  • Penslið snúðana með mismunandi litinn glassúr og njótið.
  • Það má einnig sleppa því að lita glassúrinn og smyrja honum hvítum yfir allt saman.

Á að bjóða vinum í kaffi?

  • Það er tilvalið að bjóða vinum í kaffi í þessa snúða því það er nokkuð öruggt að þeir muni verða hrifnir. Ef þið viljið vinna ykkur í haginn er hægt til dæmis daginn áður er hægt að klára öll skrefin í uppskriftinni fram að bakstri. Eftir seinni hefun mætti því plasta snúðana og geyma þá í kæli. Síðan er gott að taka þá út úr kælinum, kveikja á ofninum og pensla þá með brædda smjörinu, setja í ofninn og undirbúa glassúrinn.
Á að bjóða vinum í kaffi?

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir