Menu
Litríkur ostabakki undir ítölskum áhrifum

Litríkur ostabakki undir ítölskum áhrifum

Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Hér raða ég saman úrvali af hvers kyns gæða ostum frá MS ásamt ýmsu góðgæti sem rekja má ættir sínar til Ítalíu. Gott er að hafa í huga að raða saman nokkrum ólíkum tegundum osta, nokkrar tegundir af kjötáleggi ásamt því að setja eitthvað ferskt og litríkt með. 

Innihald

1 skammtar

Ostar

Dala hringur
Dala Camembert
Óðals Búri
Goðdala Grettir
Goðdala Feykir
Villisveppaostur
Hvítlauksostur
Mexíkóostur
Gullostur

Meðlæti

rauð vínber
fersk jarðarber
svartar og grænar ólífur
rautt og grænt pestó
kryddpylsa í rúllu og salami í sneiðum
sólþurrkaðir tómatar
sulta
ætiþistlar í kryddolíu
pekanhnetur
grissini brauðstangir
parmesan ostastangir
fersk basilíka og fersk steinselja

Aðferð

  • Skolið ávexti.
  • Skerið Búra í teninga.
  • Takið ostana úr umbúðunum og raðið á bakka.
  • Brjótið salami saman, takið parma skinkuna í sundur, setjið ólífur, tómata, hnetur og ætiþisla í skálar.
  • Opnið krukkur og setjið áhöld í.
  • Raðið áleggi, smyrjum og grænmeti í kringum ostana.
  • Setjið fersk krydd inn á milli.
Aðferð

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal