Menu
Ljúffeng camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi

Ljúffeng camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi

Það er fátt sem passar betur saman en ostur, döðlur og ristaðar pekanhnetur og þessi hátíðlegi forréttur tikkar í öll boxin. Einfaldur, bragðgóður og fallegur. Já, hann er nefnilega ansi fallegur á veisluborðinu og það skemmir ekki fyrir þegar gesti ber að garði.

Innihald

12 skammtar
Dala Camembert
ristaðar pekanhnetur
döðlur
fersk steinselja
fljótandi hunang
nokkrar saltstangir

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Setjið hneturnar á ofnplötu og ristið í 8-10 mín.
  • Takið plötuna út og kælið.

Skref2

  • Skerið ostinn í 6 hluta eins og þið séuð að skera pítsusneiðar. Takið þá hverja sneið og kljúfið í tvennt.
  • Saxið döðlurnar, hneturnar og steinseljuna smátt.
  • Setjið hunangið á disk.
  • Brjótið saltstangirnar í hæfilega lengd og stingið í breiðari endann á ostsneiðunum.

Skref3

  • Dýfið sneiðunum öðru megin í hunangið og passið að það nái að þekja alla sneiðina.
  • Dýfið þeim þar næst í hnetublönduna og leggið á disk.
  • Berið strax fram.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal