Menu
Ljúffengt kjúklingapasta í rjómasósu

Ljúffengt kjúklingapasta í rjómasósu

Rjómapasta klikkar aldrei og hér er nóg af rjóma, osti og fleira góðgæti! Þessi uppskrift dugar fyrir 4-6.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur, skornar í bita
beikon, skorið í bita
smjör
rauðlaukur, saxaður
sveppir, sneiddir
hvítlauksrif, fínsöxuð
rjómi frá Gott í matinn
ítalskt pastakrydd, svartur pipar, salt og kjúklingakraftur
4 osta blanda frá Gott í matinn
ferskt fyllt pasta t.d. ravioli eða tortellini

Meðlæti

klettasalat
Feykir eða Grettir frá Goðdölum, rifinn
hvítlauksbrauð

Skref1

  • Setjið vatn í pott ásamt smá salti og látið sjóða svo það verði klárt fyrir pastað þegar sósan er tilbúin.
  • Setjið smjör á pönnu og steikið kjúklingabitana ásamt beikoni þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  • Bætið við sveppum, rauðlauk og hvítlauk og hrærið vel saman.

Skref2

  • Hellið rjómanum saman við og sjóðið saman. Kryddið með ítölsku pastakryddi, svörtum pipar og salti ásamt kjúklingakrafti að þínum smekk.
  • Bætið loks við 4 osta blöndu og hrærið rólega þar til osturinn hefur bráðnað.

Skref3

  • Sjóðið pasta í potti samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið í sigti. Bætið pastanu saman við sósuna og blandið varlega saman.
  • Berið fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði, klettasalati og rifnum Feyki, Feyki 24+ eða Gretti frá Goðdölum.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir