Menu
Lúxus kartöflugratín með Óðalsosti

Lúxus kartöflugratín með Óðalsosti

Kartöflugratín hentar fullkomlega með alls kyns mat og gildir þá einu hvort það sé fiskur, kjöt eða grænmetisréttur. 

Innihald

1 skammtar
stórar bökunarkartöflur
sæt kartafla
kjúklingasoð (1 msk. / 1 teningur kjúklingakraftur og vatn)
smjör
Óðals Hávarður
salt og nýmalaður pipar

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður.
  • Skerið kartöflurnar í mjög þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót, bökunarkartöflur og sætar kartöflur til skiptis.
  • Setjið vatn, kjúklingakraft og smjör í pott, bræðið saman og hellið yfir kartöflurnar.

Skref2

  • Skerið ostinn í sneiðar og stingið sneiðunum inn á milli kartaflanna, en Óðals Hávarður hét áður Havarti.
  • Stráið smá salti yfir ásamt vel af svörtum pipar.
  • Setjið álpappír yfir fatið og bakið í ofni í 50 mínútur.

Skref3

  • Takið álpappírinn af, hækkið hitann í 200 gráður og bakið áfram í 15 mínútur eða þar til osturinn er bakaður og kartöflurnar gullinbrúnar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir