Menu
Lúxus samloka með Dóra sterka og kalkúnabringu

Lúxus samloka með Dóra sterka og kalkúnabringu

Grilluð samloka með kalkúnabringu, bræddum Dóra sterka og chili majó. 

Innihald

1 skammtar
brauðsneiðar að eigin vali
kalkúnaskinka
Dóri sterki
1/2 avókadó
tómatur
smjör
pizzakrydd / krydd að smekk
salat
chili majónes að smekk

Skref1

  • Smurðu brauðið létt með smjöri og stráðu pizzakryddi yfir það eða öðru kryddi að smekk.
  • Legðu brauðsneiðarnar á ofnfast mót eða grillpönnu með smurðu hliðina niður, nema hafðu eina sneiðina smurða beggja megin (sem verður toppurinn).
  • Settu 2 sneiðar af kalkúnaskinku, 1-2 tómatasneiðar eftir stærð og 1 sneið af Dóra sterka osti á 2 brauðsneiðar af þremur.
  • Grillaðu brauðið í augnablik á heitu grilli í ofnfasta mótinu. Einnig geturðu notast við heita pönnu á eldavél. Passaðu þig að brauðið brenni ekki.

Skref2

  • Taktu avókadó í tvennt, taktu kjötið með skeið úr hýðinu og stappaðu vel.
  • Settu því næst samlokuna saman.
  • Taktu sneiðina með Dóra og kalkúnaskinku, smyrðu helmingnum af avókadó maukinu á hana, síðan salatblað og chili majónes. Þá hin brauðsneiðin með Dóra sterka og kalkúnaskinku, káli, restinni af avókadóinu og chili majónes.
  • Að síðustu leggurðu brauðsneiðina sem var einöngu með smjöri og kryddi ofan á og svo er bara að njóta hvers bita.
Skref 2

Höfundur: Gott í matinn