Þessi útgáfa af grilluðum hamborgara er bara með þeim allra bestu þó ég segi sjálf frá. Stórir borgarar, grillaðir á blússandi hita á gasgrilli og á milli set ég m.a. laukhringi og stökkt beikon. Það allra besta er svo Dala hringurinn sem fer ofan á buffið. Ég sker ostinn þvert í sneiðar og grilla með síðustu sekúndurnar. Þvílíkt og annað eins gúmmelaði, þetta er klárlega borgari sumarsins!
hamborgarar, 140-170 g | |
hamborgarabrauð | |
• | salt og pipar |
Dala hringur | |
laukhringir, ofnbakaðir eða djúpsteiktir | |
beikonsneiðar, stökkar | |
• | tómatsneiðar |
• | súrar gúrkur |
• | rauðlaukur, skorinn í sneiðar |
• | ferskt salat |
• | majónes og bbq sósa |
• | franskar, t.d. vöfflufranskar |
• | sýrður rjómi með graslauk og lauk frá MS |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal