Menu
Marengs með lakkríssósu og súkkulaðirjóma

Marengs með lakkríssósu og súkkulaðirjóma

Það er ekki veisla nema að það sé ein marengskaka á veisluborðinu. Þessar gömlu góðu standa alltaf fyrir sínu og sumir vilja aldrei bregða út af vananum, en það er líka gaman að koma bragðlaukum fólks á óvart með einhverjum nýjungum.

Innihald

12 skammtar

Marengsbotn:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
Rice Krispies

Lakkríssósa:

Bingókúlur
suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Toppur:

rjómi frá Gott í matinn
kakó
flórsykur
hraunbitar
jarðarber

Marengs

  • Hitið ofninn í 150°C (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  • Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til marengsinn verður stífur og stendur.
  • Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel.
  • Blandið Rice Krispies saman við og hrærið léttilega með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Myndið hring á bökunarpappírinn, gott er að nota hringlótt kökuform til að móta marengsinn eftir.
  • Setjið marengsinn á formið og bakið í um það bil 50 mín. eða þar til marengsinn er þurr viðkomu.
  • Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af bökunarplötunni svo hann brotni ekki, setjið á botninn kaldan.
  • Það er í góðu lagi að baka marengsbotn nokkrum dögum áður en setja á ofan á hann svo lengi sem hann er geymdur vel t.d. inni í ofni.

Lakkríssósa

  • Setjið Bingókúlur, súkkulaði og rjóma saman í pott yfir lágum hita og hrærið þar til allt hefur bráðnað og blandast vel saman.
  • Setjið helming sósunnar á marengsbotninn og setjið afganginn svo ofan á kökuna.

Toppur

  • Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið.
  • Sigtið 2 msk. af kakói ofan í rjómann og hrærið varlega saman með sleif ásamt flórsykrinum.
  • Setjið rjómann ofan á botninn.
  • Grófsaxið hraunbita og jarðarber og setjið ofan á.
  • Setjið restina af lakkríssósunni ofan á kökuna.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir