Menu
Marengs skálar fylltar með alls kyns góðgæti

Marengs skálar fylltar með alls kyns góðgæti

Öðruvísi útfærsla á marengs sem kemur skemmtilega á óvart og mun án efa vekja mikla lukku í næsta matarboði!

Innihald

8 skammtar

Marengs:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft

Fylling:

Kókosbollur
Jarðarber
Rjómi frá Gott í matinn
Brætt Mars súkkulaði

Skref1

  • Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum varlega saman við þar til blandan er orðin stíf og stendur.
  • Blandið lyftiduftinu saman við og hrærið vel.
  • Setjið stút á sprautupoka t.d. stút nr. 1M eða þann sem þér þykir fallegur.
  • Setjið marengsinn í pokann og sprautið honum á bökunarplötu þannig að þið myndið fallega skál.
  • Þið byrjið á því að sprauta hring sem er þá botninn og farið svo upp til að mynda hliðar.
  • Þið getið gert skálarnar eins stórar og litlar og þið viljið, en þessi uppskrift dugar fyrir 8 meðalstórar skálar.
  • Einnig er hægt að setja matarlit saman við marengsinn og gera skálarnar í hinum ýmsu litum.
  • Takið úr ofninum og kælið alveg áður en þið fyllið skálarnar. 

Skref2

  • Fyllingin getur verið hvað sem hugur ykkar girnist og gott er að nota hugmyndaflugið hér.
  • Sumir vilja hafa ávexti eða önnur ber, dökkt súkkulaði eða súkkulaðisíróp eða aðrar sósur.
  • Geymið í kæli þar til þið berið skálarnar fram, gott er að undirbúa þær deginum áður.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir