Skref1
- Snilldin við þessa marengsbombu er sú að í rauninni skiptir engu máli hvernig þú raðar innihaldinu í skálina, svo það er um að gera að láta sköpunargáfuna njóta sín. Það sem skiptir máli er að bleyta marengsinn í rjóma.
- Ein hugmynd er að byrja á að setja Nóa Kropp neðst í skálina, þeyttan rjóma ofan á og brjóta helminginn af marengsinum yfir rjómann og setja svo meiri rjóma yfir.
- Því næst eru jarðarberin skorin í sneiðar og þeim raðað meðfram hliðum skálarinnar, nokkur brytjuð niður og sett í miðjuna ásamt því að setja súkkulaðisíróp yfir jarðarberin.
Skref2
- Síðan eru kókósbollurnar skornar niður í sneiðar og þeim raðað ofan á.
- Því næst er lag af rjóma sett í skálina og marengs yfir ásamt bláberjum.
- Svo er bara að enda á því að setja rjóma ofan á og skreyta með afgangs rjómanum ásamt jarðarberjum og bláberjum.
- Það allra síðasta er svo að sprauta súkkulaðisírópi yfir marengsbombuna.
Skref3
- Gott er að setja bombuna inn í frysti í rúmar 30 mínútur.
- Fyrir þau ykkar sem viljið ekki frysta rjómann aðeins þarf að geyma réttinn í kæli þar til hann er borinn fram
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir