Menu
Marengsrúlla með mascarpone sítrónukremi

Marengsrúlla með mascarpone sítrónukremi

Fallegur eftirréttur eða kaka á kaffiborðið – fullkomlega ófullkomin í fegurð sinni. Ekki flókið og fá innihaldsefni.

Innihald

1 skammtar

Marengs

eggjahvítur
sykur
rice krispies (má sleppa)
möndluflögur

Krem

rjómi
íslenskur mascarpone frá Gott í matinn
flórsykur
lemon curd

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður á blæstri.
  • Þeytið eggjahvítur þar til þær eru stífar.
  • Hrærið áfram á miklum hraða og setjið eina og eina skeið af sykrinum í einu út í hvíturnar.
  • Hrærið þar til blandan er stíf og gljáandi.
  • Blandið rice crispies varlega saman við.

Skref2

  • Smyrjið plötu eða form með lágum brúnum með örlítilli olíu. Formið þarf að ná 23x33 cm.
  • Leggið bökunarpappír í formið svo hann haldist kyrr.
  • Smyrjið blönduna jafnt á pappírinn og stráið möndluflögum yfir.
  • Bakið í 12 mínútur við 180° eða þar til marengsinn er gylltur á toppunum.
  • Lækkið þá hitann í 140° og bakið áfram í 20 mínútur.

Skref3

  • Takið marengsinn úr ofninum og leggið bökunarpappír yfir hann (ekki verra að setja aðra plötu eða bretti þar ofan á) og hvolfið honum á pappírinn þannig að hann sé öfugur.
  • Takið bökunarpappírinn sem hann bakaðist á varlega af.
  • Látið kólna.

Skref4

  • Þeytið rjómann og geymið.
  • Þeytið mascarpone og flórsykur saman þar til mjúkt.
  • Blandið lemon curd saman við, hrærið þar til jafnt.
  • Þá fer þeytti rjóminn út í og allt hrært rólega saman.

Skref5

  • Smyrjið blönduna varlega á marengsinn og vel jafnt yfir allt.
  • Rúllið upp marengsinum. Athugið að gott er að rúlla bökunarpappírnum sem marengsinn er á með til að byrja með til að ná fyrsta snúningnum aðeins þéttari.
  • Kælið rúlluna áður en hún er borin fram svo kremið taki sig aðeins og það sé betra og fallegra að skera hana.
  • Skreytið að vild.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir