Menu
Marengsterta með eplum og súkkulaði

Marengsterta með eplum og súkkulaði

Marengstertur njóta alltaf vinsælda í veislum og við önnur tilefni. Hér er á ferðinni einstaklega ljúf og bragðgóð marengsterta þar sem sætleiki og ferskleiki leika við bragðlaukana, en eplin gefa einstalega gott bragð. 

Innihald

12 skammtar

Botnar:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
Matarlitur eftir smekk

Fylling:

Rjómi frá Gott í matinn - þeyttur
epli - brytjuð (2-3 stk.)
Mars súkkulaði - brytjað

Skref1

  • Eggjavíturnar eru þeyttar vel í skál. Sykrinum blandað saman við smám saman. Blandan er þeytt þar til hún er orðin stífþeytt.
  • Lyftidufti og matarlit er blandað varlega saman við.
  • Marengsblandan er fyrir tvo botna.
  • Blandan er sett í sprautupoka, notaður er 1 M stjörnustútur til að sprauta blöndunni. Búnar eru til rósir með því að byrja að sprauta í miðjunni og síðan farið í hringi. Stjörnurnar eru sprautaðar á smjörpappír sem búið er að teikna á hringi.
  • Botnarnir eru bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst.
  • Mjög gott að leyfa botnunum að standa í ofninum yfir nótt.

Skref2

  • Rjóminn er þeyttur, eplin og marssúkkulaðið er brytjað og blandað saman við rjómann.
  • Fyllingin er að lokum sett yfir neðri botninn og efri botninn settur ofan á.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir