Marengstertur njóta alltaf vinsælda í veislum og við önnur tilefni. Hér er á ferðinni einstaklega ljúf og bragðgóð marengsterta þar sem sætleiki og ferskleiki leika við bragðlaukana, en eplin gefa einstalega gott bragð.
Eggjavíturnar eru þeyttar vel í skál. Sykrinum blandað saman við smám saman. Blandan er þeytt þar til hún er orðin stífþeytt.
Lyftidufti og matarlit er blandað varlega saman við.
Marengsblandan er fyrir tvo botna.
Blandan er sett í sprautupoka, notaður er 1 M stjörnustútur til að sprauta blöndunni. Búnar eru til rósir með því að byrja að sprauta í miðjunni og síðan farið í hringi. Stjörnurnar eru sprautaðar á smjörpappír sem búið er að teikna á hringi.
Botnarnir eru bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst.
Mjög gott að leyfa botnunum að standa í ofninum yfir nótt.
Skref2
Rjóminn er þeyttur, eplin og marssúkkulaðið er brytjað og blandað saman við rjómann.
Fyllingin er að lokum sett yfir neðri botninn og efri botninn settur ofan á.