Menu
Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum

Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum

Það er alltaf jafn ánægjulegt að bera fram gómsæta marengstertu sem kemur á óvart. Þetta er einmitt þannig terta. Súkkulaðirúsínurnar og vínberin í rjómafyllingunni gefa tertunni einstakt bragð. 

Innihald

18 skammtar

Marengs:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn
vanillusykur
vínber
súkkulaðirúsínur
kókosbollur

Súkkulaðikrem:

Mars eða um 200 g af súkkulaði
smjör
eggjarauður
flórsykur

Skref1

  • Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum blandað varlega saman við.
  • Hrært þar til blandan er orðin stífþeytt.
  • Lyftiduftinu er þá blandað varlega saman við.
  • Marengsblandan er sett á bökunarpappír, þar sem búið er að teikna tvo 28 cm hringi.
  • Botnarnir eru bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst.
Skref 1

Skref2

  • Til að búa til fyllinguna er rjóminn þeyttur og vanillusykrinum blandað saman við.
  • Vínberin eru þá skorin og blandað saman við rjómann ásamt súkkulaðirúsínunum.
  • Rjómafyllingin er sett yfir neðri botninn og kókósbollurnar kramdar yfir rjómann.
  • Þá er efri botninn settur ofan á.
Skref 2

Skref3

  • Til að búa til súkkulaðikremið þarf að bræða smjör og súkkulaði/mars yfir vatnsbað.
  • Súkkulaðiblöndunni er leyft að kólna.
  • Á meðan eru eggjarauðurnar og sykurinn þeytt vel saman.
  • Súkkulaðinu er síðan blandað saman við eggjablönduna.
  • Súkkulaðikremið er sett yfir rétt áður en kakan er borin fram.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir