Menu
Marry Me Chicken - Viltu giftast mér kjúklingaréttur

Marry Me Chicken - Viltu giftast mér kjúklingaréttur

Ég er búin að sjá þennan rétt í ýmsum útfærslum á samfélagsmiðlum síðustu vikur og varð að prófa. Rétturinn sem upphaflega heitir "Marry Me Chicken" á sem sagt að vera svo góður að hver svo sem þú eldar hann fyrir vilji líklega giftast þér. Ég held ég sé bara sammála en rétturinn er bæði virkilega bragðgóður og einfaldur.

Innihald

4 skammtar
stórar kjúklingabringur
skallottulaukar
hvítlauksrif
kjúklingasoð (vatn og einn kjúklingaten.)
rjómi frá Gott í matinn
sólþurrkaðir tómatar í strimlum
rifinn bragðmikill ostur, t.d. Goðdala Feykir
spínat, tvær góðar handfyllir
fersk basilíka, eftir smekk
sítróna
smjör, ólífuolía, salt og pipar

Tillaga að meðlæti

tagliatelle pasta, kartöflumús, brauð eða salat

Skref1

  • Skerið kjúklingabringurnar í tvennt á þykktina þannig að úr verði tvær þunnar sneiðar.
  • Þerrið vel og kryddið vel með salti og pipar.
  • Hitið pönnu með smjöri og ólífuolíu og steikið bringurnar á báðum hliðum þar til fallega gylltar.
  • Setjið til hliðar.

Skref2

  • Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og mýkið á pönnunni, gott að bæta smá smjöri við.
  • Hellið kjúklingasoðinu á pönnuna og látið malla og sjóða aðeins niður.
  • Bætið þá rjómanum út á ásamt sólþurrkuðu tómötunum, spínatinu, rifna ostinum og leggið kjúklingabringurnar ofan á.
  • Látið malla í 10-15 mínútur á meðalhita eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan hefur þykknað aðeins.

Skref3

  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Takið af hitanum.
  • Rífið smá sítrónubörk yfir, kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir og blandið aðeins saman.
  • Toppið með ferskri basílíku.
  • Gott er að bera réttinn fram t.d. með tagliatelle pasta, kartöflumús eða bara brauði og salati.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir