Menu
Mascarpone tortellini með tómat og spínati

Mascarpone tortellini með tómat og spínati

Hér kemur ein lauflétt og fljótleg pasta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi en henni er hægt að breyta og bæta eftir eigin höfði.

Mascarpone ostur er frábær í matargerð. Hann gefur dásamlegt rjómabragð á móti skarpri tómatsósunni og bakast skemmtilega í ofninum.

Innihald

4 skammtar
ferskt eða þurrkað tortellini pasta
laukur, smátt saxaður
hvítlauksrif, smátt söxuð
smjör
ferskt spínat, saxað
hakkaðir tómatar
tómatpaste
grænmetiskraftur eða grænmetisteningur
Salt og pipar
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
fersk mozzarellakúla
Rifinn parmesan ostur eftir smekk

Skref1

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið vatnið frá og setjið pastað til hliðar.

Skref2

  • Steikið laukinn og hvítlaukinn í smjörinu þar til mýkist.
  • Setjið spínatið á pönnuna og steikið aðeins áfram.

Skref3

  • Hellið tómötum og tómatpaste á pönnuna ásamt grænmetiskrafti.
  • Látið malla í fimm mínutur og smakkið til með salti og pipar.

Skref4

  • Hitið grill í ofni við háan hita.
  • Setjið pastað saman við sósuna og blandið saman.
  • Setjið litlar doppur af Mascarpone osti með teskeið ofan á pastað ásamt Mozzarella í litlum bitum og toppið með rifnum parmesan.

Skref5

  • Setjið í eldfast mót ef pannan þolir ekki ofn.
  • Bakið undir grilli við háan hita þar til osturinn er gullinbrúnn.
Skref 5

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir